Siðareglur

Siðareglur HGF

  • Heilbrigðisgagnafræðingi er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt hann láti af störfum.
  • Heilbrigðisgagnafræðingi ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og varðveita hæfni sína með námi, sem kann að vera í boði.
  • Heilbrigðisgagnafræðingur skal stuðla að því af fremsta megni að gögn er varða sjúklinga séu varðveitt á svo traustan hátt að þau verði ekki á vegi óviðkomandi.