Vinnufundur 16. janúar 2018 kl 16:30

Vinnufundur 16. janúar 2018 kl 16:30

Sælar kæru læknaritarar nær og fjær! Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir yndislega samveru og gott samstarf á liðnu ári. Á nýju ári er ýmislegt í kortunum en við ætlum að hefja árið á góðum og gagnlegum vinnufundi í næstu viku eða nánar til tekið þriðjudaginn 16. janúar. Á fræðslu- og skemmtifundi í desember kom upp sú hugmynd að hafa slíkan vinnufund þar sem farið yrði yfir undirbúningsvinnu vegna nýs náms stéttarinnar. Von okkar er sú að það verði breið samstaða meðal félagsmanna um að þessi undirbúningsvinna þurfi að vera úr garði gerð og öll sjónarmið þurfa að koma skýrt fram svo sátt verði um námið þegar þar að kemur.
M.a. ætlum við á þessum undirbúningsfundi að velta fyrir okkur framtíðarsýn greinarinnar og félagsins og greiningu á hæfniþáttum fyrir starfið og hvernig við getum kynnt það fyrir ungu fólki. Einnig ætlum við að velta upp hugsanlegu nafni á stéttinni ásamt ýmsu öðru. Skráning á fundinn verður í höndum Helenu Jensdóttur á netfanginu helena@reykjalundur.is.

Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89, 1. hæð og hefst fundurinn kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan kvöldverð í boði félagsins. Tökum höndum saman og fjölmennum á fundinn!

Stjórn FÍLtil baka