Skráning

Skráðu þig í Félag heilbrigðisgagnafræðinga:

Heilbrigðisgagnafræðingar um land allt geta orðið félagar í HGF. Skilyrðin sem uppfylla þarf til að gerast félagi eru tilgreind í 3 gr. laga félagsins, sem hljóðar svo:

  • Rétt til aðildar að Félagi heilbrigðisgagnafræðinga hafa þeir einir sem hafa öðlast löggilt starfsleyfi heilbrigðisgagnafræðinga frá Embætti landlæknis. Enginn verður sjálfkrafa félagi. Heilbrigðisgagnafræðingur sem öðlast hefur starfsleyfi getur sótt um inngöngu í félagið til stjórnar þess.
  • Félagar teljast aðeins með full félagsréttindi hafi þeir greitt félagsgjöld.
  • Aðeins félagar með full félagsréttindi hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins og geta sinnt trúnaðarstörfum fyrir félagið.
  • Úrsögn úr félaginu skal fara fram með skriflegri tilkynningu til stjórnar og öðlast hún þegar gildi.
  • Auk þess hafa nemar í heilbrigðisgagnafræði rétt til aðildar að HGF.
  • Nemar í heilbrigðisgagnafræði greiði til HGF hálft félagsgjald, hafa ekki full félagsréttindi en hafa málfrelsi á fundum félagsins. Þeir hafa ekki atkvæðisrétt og gegna ekki trúnaðarstörfum fyrir félagið. Þegar starfsleyfið er fengið skal því skilað til stjórnar og verður þá  heilbrigðisgagnafræðingurinn fullgildur félagi.
Skráðu þig í félagið