Saga

Nokkrir molar úr sögu Félags heilbrigðisgagnafræðinga

Formenn Félags heilbrigðisgagnafræðinga frá upphafi:

  • Valgerður Steingrímsdóttir 1970-1972
  • Rósa Steingrímsdóttir 1972-1975
  • Bergljót Guðmundsdóttir 1975-1978
  • Ólöf Pálsdóttir 1978-1981
  • Elísabet Ottósdóttir 1981-1983
  • Gerður Helgadóttir 1983-1986
  • Rósa Steingrímsdóttir 1986-1987
  • Hafdís Sigurbjörnsdóttir 1987-1990
  • Guðfinna Ólafsdóttir 1990-2000
  • Auður Dúadóttir 2000-2004
  • Kristín Vilhjálmsdóttir 2004-2010
  • Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko 2010-2014
  • Klara B. Gunnarsdóttir 2014-2018
  • Hólmfríður Einarsdóttir 2018- 2023
  • Veronika Rut Hjartardóttir 2023-

 Helstu viðburðir:

1970
Stofnað Læknaritarafélag Íslands.
Fyrsti formaður var Valgerður Steingrímsdóttir.

1971
Aðalfundur félagsins breytti nafninu í Félag íslenskra læknaritara.

1972
Heilbrigðisráðuneytið skipar nefnd til að undirbúa nám læknaritara.

1973
Tillaga að reglugerð um nám fyrir læknaritara send Heilbrigðisráðuneytinu til umsagnar.

1974
Nám fyrir læknaritara í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

1979
Á læknaritarabraut FB eru skráðir 20 nemendur.

1980
Hugmyndir vakna um lögverndun starfsréttinda.

1986 
Lögverndað starfsheiti læknaritara.

1990
Ákveðið að nám í læknaritun verði við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Eins árs nám og sex mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum. Inntökuskilyrði er stúdentspróf.

1990
Tuttugu ára afmælis félagsins minnst með ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Varðveisla sjúkragagna á heilbrigðisstofnunum.

1993
Fyrstu læknaritararnir útskrifast frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla.

1994 
Tuttugu og fimm ára afmæli félagsins haldið hátíðlegt með ráðstefnu um "Kosti og galla stéttarfélaga" og um "Gildi ímyndar" Af sama tilefni var boðið upp á námskeið "Konur í stjórnun-betri persónulegur árangur".

1995
Fyrsta norræna læknaritararáðstefnan haldin á Íslandi.

1996
Menntamálaráðuneytið skipar starfshóp til að endurskoða námskrá fyrir læknaritara.

1997
Ný námsskrá fyrir læknaritara tekur gildi.

1998
Námið lengist um eina önn og er nú 2ja ára nám. Læknaritarar fjölmenna á norræna ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum.

1999
Fyrstu læknaritararnir úr fjarnámi útskrifuðust frá Heilbrigðisskólanum og síðasti nemandinn útskrifaðist skv. gömlu námsskránni.

2000
Fyrstu læknaritararnir útskrifuðust frá Heilbrigðisskólanum samkvæmt nýrri námsskrá en það voru 9 læknaritarar.
Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli félagsins í BSRB húsinu með fyrirlestrum og nærveru margra góðra gesta, m.a. Ingibjargar Pálmadóttur, þáverandi Heilbrigðisráðherra, Sigurði Guðmundssyni, landlækni, Sölva Sveinssyni, skólameistara Heilbrigðisskólans

2001
Fjölmennt á norræna læknaritararáðstefnu í Helsinki í Finnlandi.