Fimmtudaginn 24. Nóvember - fræðslufyrirlestrar

Fimmtudaginn 24. Nóvember - fræðslufyrirlestrar

Kl. 17:00 fáum við til okkar Sólrúnu hjúkrunarfræðing hjá Kvenheilsu

Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og ætlar Sólrún að koma til okkar, kynna teymið og vera með fræðslu um breytingaskeiðið, ca. 45 – 50 mín. fyrirlestur.
Lesa má um teymið hér:

Kl. 18:00 fáum við svo Önnu Steinsen hjá KVAN

Anna ætlar að vera á léttu nótunum í ca. 30 mín. KVAN býður upp á ýmisskonar námskeið og þjálfun fyrir einstaklinga, börn, unglinga, fullorðna og einnig fyrirtæki.
Lesa má nánar um KVAN hér

Eftir erindin eða um kl. 18:30 verðum við með léttar veitingar og þá gefst okkur færi á að spjalla saman.

Fyrir landsbyggðina sem ekki gefst kostur á að mæta á Grettisgötuna, bjóðum við upp á streymi. 

Verð fyrir fræðsluerindi og léttar veitingar á Grettisgötu 89 eru litlar 2.500 kr. 
Verð fyrir fræðsluerindi í streymi eru litlar 1.500 kr. 

Skráning þarf að hafa borist á netfang stjórnarinnar, stjornhgf@gmail.com að hádegi á miðvikudaginn 23.11.

Við verðum með Litlu Logo búðina á staðnum, en í henni fást bollarnir okkar, pennar, USB lyklar og hálsbönd, allt merkt logo félagsins og allt á vægu verði.

Hlökkum til að sjá ykkur LOKSINS

Kær kveðja, 
Stjórnin

til baka