Diplómanám í heilbrigðisgagnafræði 5 ára

Diplómanám í heilbrigðisgagnafræði 5 ára

    Nú í haust voru 5 ár síðan diplómanám í heilbrigðisgagnafræði hófst við Háskóla Íslands og í nóvember 2024 bárust þau tíðindi frá Heilbrigðisvísindasviðinu að heilbrigðisgagnafræði hefði formlega farið af tilraunastigi sem námsleið og er því komin til vera án nokkurra sérstakra fyrirvara sem er mikið gleðiefni.

    Í sumar lauk fimmta skólaárinu og við útskrift í júní höfðu 158 nemendur verið útskrifaðir með diplómagráðu í heilbrigðisgagnafræði. Í haust hófu svo 35 nýnemar nám í heilbrigðisgagnafræði.

    Enn er opið fyrir styttri námsleiðina (18 ECTS) fyrir löggilta heilbrigðisgagnafræðinga og við hvetjum sem flesta starfandi heilbrigðisgagnafræðinga til að nýta sér það á meðan það er enn í boði. Margir vinnustaðir bjóða upp á einhverja launahækkun fyrir diplómagráðuna.

    Í sumar/haust varð einnig sú breyting að Gunnvör hætti formlega sem verkefnastjóri námsleiðar í heilbrigðisgagnafræði og Aníta Guðný Gústavsdóttir tók við af henni. Stjórn HGF þakkar Gunnvöru kærlega fyrir hennar störf fyrstu 5 ár námsins og óskum við Anítu velgengni í hennar störfum.

til baka